Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Tvær stórstjörnur
Stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir birti mynd af sér og bandarísku listakonunni Ariönu Grande saman á forsýningu kvikmyndarinnar Wicked í Los Angeles um helgina.
Feðradagurinn
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er þakklát fyrir feðurna í sínu lífi.
Gréta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona segist aldrei hafa verið jafn skotin í eiginmanni sínum Elvari Þór Karlssyni líkt og nú.
Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur og áhrifavaldur er lukkuleg með eiginmanninn og föður barnanna sinna.
Níu mánuðir með frumburðinum
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, birti mynd af sér með syni sínum Birni Boða sem er orðinn níu mánaða.
Hundurinn tilkynnti kynið
Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og kærastinn hennar, Ryan Amor, tilkynntu kynið á frumburði sínum með því að láta hundinn bera bláa slaufu í kynjaveislu.
Tekur fagnandi á móti kólnandi veðri
Sunneva Einars, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, fagnar því að geta klæðst þykkum yfirhöfnum með kólnandi veðri.
Nýtti sér kosningaréttinn
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson kaus í fyrsta sinn forsetakosningunum í Bandaríkjunum.
Þakklátur Herra
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör segist vera viss um að einhver að handan haldi með honum.
„Einhver þarna uppi heldur með mér,“ skrifar hann og birti myndasyrpu af sér á tónleikum.
Tónleikar í Mílanó
Lögfræðingurinn Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, þekktur sem Villi Vill, fór á tónleika hjá bandarísku hljómsveitinni Cigarettes After Sex í Mílanó.
Bríet þakkar fyrir sig
Tónlistarkonan Bríet gaf út lagið Takk fyrir allt.
Þrjú ár edrú
Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel fagnaði þremur árum án hugbreytandi efna.
Rúmliggjandi veislustjóri Landspítalans
Útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars sá um veislustjórn á árshátíð Landspítalans um helgina.
Hrekkjavökupartí
Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnukappi og unnusta hans Móeiður Lárusdóttir fóru í hrekkjavökupartí.
Tónleikar í Hörpu
Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kom fram á sínum árlegu tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu um helgina.
Menningarleg í París
Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, spókaði sig um götur Parísar um helgina.
Ofurskvís á Tapas
Brynja Anderiman áhrifavaldur og ofurskvísa pósaði fyrir Tapas-barinn.