Viðreisn er orðin stærsti flokkurinn í nýrri kosningaspá meitils, en afar mjótt er á munum milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, sem skipa annað og þriðja sætið. Gangi spáin eftir næðu Sósíalistar, Vinstri grænir, Píratar og Lýðræðisflokkurinn ekki á þing.
Kosningalíkan Metils spáir fyrir um úrslit komandi alþingiskosninga á grundvelli tölfræðilegra aðferða og rannsókna í stjórnmálafræði. Líkanið byggir á gögnum úr fylgiskönnunum, en einnig kosningaúrslitum fyrri ára og sögulegum gögnum um áhrif efnahagsmála og árangur ríkisstjórnarflokka í kosningum, auk fleiri þátta.
Líkanið spáir bæði fyrir um fylgi flokkanna á landsvísu og fjölda þingsæta sem hver flokkur fær.
Miðflokkur dalar og Flokkur fólksins bætir við sig
Flokkur fólksins hefur bætt rúmu prósentustigi við sig frá síðasta líkani og yrði samkvæmt spánni fjórði stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkur dalar örlítið og fer miðgildi hans niður í 12 prósentum úr 14 vikuna áður.
Samkvæmt spánni er ólíklegt að Lýðræðisflokkur og Vinstri græn nái manni inn. Píratar og Sósíalistaflokkur eiga aðeins meiri séns, og eru taldar „nokkrar líkur“ á að þau nái manni inn.
Gangi spáin eftir væri engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Samfylking og Viðreisn hefðu þrjátíu þingmenn samtals, tvo þingmenn þyrfti til.
Lesa má meira um málið á vefsíðu Metils.