Loftslagsaðgerðasinnar gagnrýna harðlega samkomulag sem náðist á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í nótt. Óljóst var hvort samningar næðust yfir höfuð eftir að fulltrúar þróunarríkja ruku á dyr á hitafundi í gær.
Að lokum var fallist á að ríkari þjóðir greiði þróunarríkjum 300 milljónir bandaríkjadala á ári til að stemma stigu við loftslagsváni
Fulltrúar þróunarríkjana túlkuðu sumir upphæðirnar sem móðgun, en margir þeirra höfðu farið fram á að minnsta kosti fjórfalt framlag.
Guðmundur segir að það séu einkum neysluhagkerfin, vestrænu ríkin, sem hafa valdið gróðurhúsaáhrifum.
„Auðvitað eru þetta miklar fjárhæðir en Skaðinn sem að loftslagsbreytingar eru að valda í þróunarríkjunum er líka gríðarlegur, og hann er líka kostnaðarsamur fyrir þessi ríki,“ segir hann.
Áhrif loftslagsbreytinga bitni á fátækari löndum heims og þau séu að biðja um skaðabætur.
Hann segir ótrúlegt að það sé ennþá trú á slíkum loftslagsráðstefnum.
„Cop er náttúrulega alltaf svolítil æfing í vonbrigðum. En það verður alltaf að ná allsherjarsamkomulagi á öllum COP ráðstefnum. Það eitt og sér er auðvitað rosalegt verkefni, það eru gríðarlegir hagsmunir undir eins og þessar stóru fjárhæðir sýna.“
„Þannig það er auðvitað alltaf ákveðinn sigur bara að COP fari fram,“ segir Guðmundur.
Guðmundur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér má horfa á viðtalið sem er lengra og ítarlega: