Búðin, ef svo mætti segja þar sem allt er ókeypis, er staðsett í Canning Town þar sem Alex bjó á grunnskólaárum. Hugmyndin er að fólk fái að velja sér drykk, hlut fyrir heimilið og eitthvað í matinn – allt endurgjaldslaust. Heill kalkúnn er í boði fyrir alla sem vilja, en einnig smærri matarskammtar.
„Við reynum að gera eitthvað hver einustu jól, gefa til baka til samfélagsins. Nú erum við búnir að opna litla búð þar sem við gefum mat til fjölskyldna sem hafa ekki efni á því. Ef ég hjálpað við að halda hátíðleg jól, hvers vegna ætti ég ekki að gera það?“ sagði Alex við BBC.
Foreldrar hans veittu Alex innblástur, þau hafi alla tíð gefið mikið af sér til samfélagsins og innrætt þau gildi í hann.
„Ég grét þegar mér var boðið að koma inn í búðina, vegna þess að ég er á mjög lágum bótum. Að hafa eitthvað svona til að hjálpa er algjörlega æðislegt og nú get, í það minnsta, gefið fjölskyldunni eitthvað gott að borða í ár,“ sagði einn þakklátur „viðskiptavinur“.
Alex sýndi frá ferlinu á YouTube rás sinni Alexander Yaa Digg, myndbandið má sjá hér fyrir neðan.
Breska ríkisútvarpið gerði einnig innslag þar sem fjallað var um búðina, sem finna má hér fyrir neðan.