Islândia

0400A8990443ED7590C640BB70247EB36A757602791B0A40E46D60992F81C2D7_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2024-12-22 04:56:35
Það voru upp til hópa auðmjúkir og þakklátir ráðherrar sem formlega tóku sæti í ríkisstjórn á Bessastöðum á vetrarsólstöðum, þremur dögum fyrir jól. Þannig lýsa ráðherrarnir tilfinningunni sjálfir. Tíu af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar hafa aldrei setið í ríkisstjórn áður og í fyrsta sinn í lýðveldissögunni eru konur í meirihluta í ríkisstjórn. Kristrún Frostadóttir er jafnframt sú yngsta í sögunni til að gegna embætti forsætisráðherra. Source link
9462AF713AE144E08BCEDD70EC787D9AFA0129217ADCBC089BD519D2F486252D_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2024-12-21 17:19:10
Siggeir Ævarsson skrifar 21. desember 2024 17:18 Íslendingahersveit Kolstad í norsku úrvalsdeildinni í handbolta bar sigur úr býtum í toppslag deildarinnar þegar liðið tók á móti toppliði Elverum en lokatölur leiksins urðu 32-29. Ríkjandi meistarar Koldstad náðu upp góðu forskoti í leiknum og voru komnir með sjö marka forskot þegar best lét. Leikmenn Elverum neituðu þó að leggja árar í bát en munurinn einfaldlega orðinn of mikill og Kolstad minnkar því forskot Elverum á toppi deildarinnar í eitt stig þegar bæði lið hafa leikið 17 leiki. Markahæstur í liði Kolstad var Simen Ulstad Lyse með níu mörk en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði flest mörk Íslendinganna í dag, fimm talsins. Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu sitt markið hvor og Benedikt bætti við þremur stoðsendingum. Arnór Snær Óskarsson komst ekki á blað í dag en lagði upp tvö mörk fyrir liðsfélaga sína. Source link
8C0D4482DC4B577F0005FC4CF7FFBBB0ABDA2C3BFAC2F8BFA4CED18B8D3ECDB6_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2024-12-21 07:35:45
Lögreglan í Þýskalandi segir að maðurinn sem ók bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg sé fimmtugur og upprunalega frá Sádi-Arabíu. Hann er sagður hafa starfað sem læknir í Þýskalandi um árabil og liggur tilefni árásarinnar ekki fyrir. Source link
7308CE0D7571EF01354FF1EC05FD7BCBF18D6BF11AA116BC2FD9AF24543C786C_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2024-12-20 07:54:57
Karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í bílastæðahúsi í miðborg sænsku borgarinnar Norrköping í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar segja að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið með tengsl við glæpagengi í landinu. Í frétt sænska ríkisútvarpsins segir að lögreglu hafi borist tilkynning um skotárásina upp úr klukkan 20 í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum eigi að hafa heyrst fjögur til sex skothljóð á vettvangi. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Talsmaður lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Heimildir SVT herma að hinn látni sé rapparinn Gaboro sem hafi verið áberandi í rappsenunni í Norrköping. Hann hefur meðal annars komið fram í þáttum á SVT, er með milljónir hlustana á Spotify, en hefur einnig sagður hafa verið með náin tengsl við glæpasamtök í borginni. Mats Pettersson hjá lögregunni í Norrköping segir að lögregla sé meðvituð um að myndband sé í dreifingu...
plugins premium WordPress
Translate »