Islândia

Islândia, Visir, Islandês
2024-11-11 01:35:30
Grindvíkingar héldu samverustund í Grindavíkurkirkju í kvöld þar sem ár er liðið frá því að stór kvikugangur myndaðist undir Grindavík og bærinn var rýmdur. Source link
Islândia, Visir, Islandês
2024-11-10 17:37:20
Lögregla sinnti margs konar verkefnum í dag eins og aðra daga, þar á meðal björgun manns sem staddur var í sjálfheldu á eigin svölum í Hafnarfirði.  Í tilkynningu lögreglu kemur fram að manninum hafi verið komið af svölunum og honum síðan veitt aðstoð við að komast aftur inn til sín.  Fleira átti sér stað í dag, svo sem að „óvelkomnum aðilum“ hafi verið vísað úr bílastæðahúsi í miðborginni. Þá var tilkynnt um þjófnað í tveimur verslunum í miðborginni með stuttu millibili.  Ökumaður var handtekinn í Hlíðahverfi fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Var hann fluttur á lögreglustöð.  Þá voru fjöldamargir ökumenn kærðir fyrir hraðaksturs, meðal annars tveir fyrir að keyra á 109 og 108 km/klst þar sem hámarskhraði er 80 km/klst. Source link
Islândia, Visir, Islandês
2024-11-10 09:43:06
Kyrrstaða í stórum vegaframkvæmdum, úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og innanlandspólitíkin er meðal þess sem er til umfjöllunar hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þátturinn hefst klukkan 10 og er hægt að fylgjast með honum í spilaranum fyrir neðan.   Source link
Islândia, Visir, Islandês
2024-11-10 00:25:12
Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. Mikið úrhelli í upphafi mánaðar varð til þess götur Valencia líktust stórfljótum. 220 hið minnsta eru látnir. Íbúar í Valensía héraði héldu mótmælafundi í kvöld. Í fyrstu komu mótmælendur saman á torgi í miðborg Valensía en mótmælin breyttust í óeirðir áður en leið á löngu.  Carlos Mazón leiðtogi Valensía-héraðs hefur mátt sæta mikilli gagnrýni að undanförnu vegna þess hvernig stjórnvöld brugðust við flóðahættunni. Samkvæmt AP fréttastofunni liggur fyrir að margir íbúar héraðsins fengu ekki viðvörunarskilaboð fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að flóðin fóru af stað. Af þessum sökum er kallað eftir afsögn Mazón og annarra embættismanna.  Mazón hefur haldið því fram að umfang flóðanna hafi ekki verið fyrirsjáanlegt og að hans stjórn...
Islândia, Visir, Islandês
2024-11-09 13:37:17
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að frá árinu 2016, þegar samkomulag hafi verið gert um jöfnun launa á almennum og opinberum markaði, á milli ríkis, sveitarfélaga, BHM, BSRB og KÍ, hafi ýmis skref verið stigin til þess að ná samkomulagi. Það sé ekki rétt, eins og KÍ, hefur haldið fram að ekkert hafi verið gert til að tryggja slíkt samkomulag. Það kemur fram í yfirlýsingu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. 8. nóvember 2024 12:08 Source link
Islândia, Visir, Islandês
2024-11-09 05:08:12
Leitin var framkvæmd þann 13. júní síðastliðinn og daginn eftir var veitingastaðnum, sem var á Laugavegi, lokað. Í tilkynningu lögreglu sem fylgdi kom fram að þrír hefðu verið handteknir í aðgerð sem tengist gruni um vinnumansal. Voru það eigandinn og tveir starfsmenn.   Dagsetningin 13. júní kemur heim og saman við þá sem nefnd er í úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti í dag. Í úrskurðinum var krafa manns, sem talinn er vera fórnarlamb mansals, tekin fyrir, en hún snýr að því að honum verði afhentar á ný fjögur þúsund evrur sem lögregla haldlagði við leitina. Í skýrslutöku lögreglu sagðist maðurinn fyrst og fremst vera brotaþoli í málinu. Hann hafi verið  látinn vinna sjö daga í viku hverri, stundum 30 daga í mánuði og aldrei tekið tvo samfellda daga í frí frá því að hann hóf störf. Þetta hafi gengið um nokkurra mánaða skeið. Í úrskurðinum segir að það megi vera ljóst...
plugins premium WordPress
Translate »