Islândia

71D5D6FBE91619EB30AD88B3821DD186677370F0FFA600CEA239193DD09DD804_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-22 00:04:13
Alec Baldwin og eiginkona hans, Hilaria Baldwin, opnuðu sig um áhrif slyssins og réttarhaldanna á fjölskyldu þeirra í sýnishorni úr nýju raunveruleikaþáttunum The Baldwins sem hefja göngu sína á TLC 23. febrúar. „Síðasta ár var alveg hræðilegt. Á tímabili lá ég í rúminu og sagði, ,Vá, krakkar. Ég get ekki farið á fætur.’ Það er ekkert líkt mér. Ég er alls ekki þannig, ekki á neinn hátt, aldrei,“ sagði hann í sýnishorninu. Þá sagði Hilaria að það væri öllum ljóst hvernig geðheilsu leikarans hefði hrakað eftir slysið. Ekki nóg með að áráttu- og þráhyggjuröskun (e. OCD) hans hafi versnað til muna heldur greindist einnig með áfallastreituröskun að hennar sögn. Á hans myrkustu stundum hafi hann sagt: „Af hverju er ég enn hérna ef að slys þurfti að eiga sér stað þennan dag? Af hverju gat það ekki verið ég?“Þá hafi hann einnig sagt: „Ég er glaðari þegar ég sef en...
46CB9699F036E78826028B5092D60A788DE91DEB7A9819D08B0F970AFC8B0684_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-21 14:05:59
Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari upplýsti nokkuð óvænt seinni partinn í gær að hann hefði lagt fram innanhússtillögu í deilunni með samþykki samningsaðila. Kennarar samþykktu tillögu sáttasemjara á fimmta tímanum í gær ríki og sveitarfélögin höfðu til tíu um kvöldið til að svara. Þau óskuðu eftir fresti til hádegis í dag og báðu kennara um að fresta verkfallsaðgerðum í dag á meðan. Kennarar höfnuðu þeirri beiðni. Rétt ákvörðun að hafna frestunarbeiðni „Það kom í ljós í dag að það var rétt ákvörðun,“ segir Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að svar frá sveitarfélögunum hefði borist klukkan 11:59. Svarið væri á þá leið að sveitarfélögin teldi sér ekki stætt að samþykkja tillöguna. Annars vegar því tillagan feli í sér hærri innáborgun á virðismat en þá sem stjórnin samþykkti...
A44ACB31E2DC7E76AD51F02172FEA74876EEBC141B8022C27C276B2617D478FD_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-21 02:34:54
Verkfall kennara í fimm framhaldsskólum er skollið á. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.  Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu í deilu kennara við sveitarstjórnir og ríkið í dag. Kennarar samþykktu tillöguna en sáttasemjari gaf hinu opinbera frest til klukkan tíu í kvöld til að opinbera afstöðu sína. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskaði eftir fresti til hádegis á morgun en fresturinn var háður samþykki kennara. Viðræðunefnd KÍ veitti samþykki fyrir frestuninni á ellefta tímanum í kvöld. Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, staðfestir að verkfall sé hafið í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla. Þeir eru Menntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Borgarholtsskóli, Verkmenntaskóli Austurlands og Fjölbrautaskóli Snæfellinga auk Tónlistarskólans á Akureyri. Þessi verkföll ná til félagsmanna í Félagi framhaldsskólakennara og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum sem og félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem starfa í ofangreindum skólum Félagsmenn í Félagi leikskólakennara, sem starfa í Leikskóla Snæfellsbæjar,...
EF62C4F42FF5803782AD77D82E9313A14586A341A2D803C971AE28D212373595_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-20 04:40:40
Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Source link
E3FF56BBC5D037B20640479FDA8B28BCDE0F515E730A4FF7153C461CD651C3AC_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-19 21:21:22
Mennta- og barnamálaráðherra vill innleiða nýtt fyrirkomulag samræmds námsmats í grunnskólum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa mótmælt frumvarpinu og segja það ekki raunverulega samræmt námsmat. Source link
5ED3995DA17547792569C3F63B38F32D1CCAFAF64A6107199F47BF80C5F1E7F6_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-19 11:47:04
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um styrkjamálið svokallaða.  Source link
E998DA5D86883755B3B89BBAC6FD04D52919D1B42940E4325ABA37B95B7B0FFE_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-18 20:53:03
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði. Bæði lið komust einhvern veginn aldrei í takt. Baráttusigur og vilji. Alls ekki ánægður með sóknarleikinn. Varnarleikurinn fínn á köflum, lögðum upp með annað en ánægður með að þegar við breyttum þá lagaðist það. Þessi tvö stig sem eru okkur mjög mikilvæg er það sem ég tek út úr þessu.“ En það eru kannski mikilvægustu sigrarnir, sem tekst að kreista út þrátt fyrir að frammistaðan sé ekki upp á marga fiska? „Klárlega. Óli er örugglega ekkert sáttur með þeirra frammistöðu heldur. Þetta var einhvern veginn eins og bæði lið væru að byrja tímabilið, ekki að búa okkur undir lokin. Þannig að við þurfum að rífa okkur almennilega í gang.“ Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji Grindavíkur, lenti í bullandi villuvandræðum í kvöld og það virtist riðla leik liðsins töluvert á báðum endum vallarins þegar hún þurfti að setjast á bekkinn með fjórar villur í...
8705740A7D8BCD8500C2C3A19AE2BEEA2D0A8AF053A600E8F4EDCD2AA8387C7D_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-18 06:15:14
Æsispennandi einvígi má finna þennan þriðjudaginn á íþróttarásum Vodafone og Stöðvar 2.  Vodafone Sport 17:35 – AC Milan tekur á móti Feyenoord í umspilseinvígi í Meistaradeild Evrópu. Feyenoord er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. 19:50 – Bayern Munchen tekur á móti Celtic í umspilseinvígi í Meistaradeild Evrópu. Bayern er 2-1 yfir eftir fyrri leikinn. Stöð 2 Sport 18:05 – Stjarnan og Grindavík mætast í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. 20:05 – Körfuboltakvöld Extra, léttur og skemmtilegur spjallþáttur um Bónus deild karla þar sem Stefán Árni og Tómas Steindórsson fara yfir allt það helsta innan og utanvallar. Stöð 2 Sport 2 19:50 – Benfica tekur á móti Monaco í umspilseinvígi í Meistaradeild Evrópu. Benfica er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. 22:00 – Meistaradeildarmörkin: Allir leikirnir í Meistaradeildinni gerðir upp af sérfræðingum. Stöð 2 Sport 3 19:50 – Atalanta tekur á móti Club Brugge í í umspilseinvígi í Meistaradeild Evrópu. Club Brugge...
EFC7B03E772F38D3A3DCD6CA13031DD3DEE88283E995B69DDA41DA40201D7BC5_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-17 16:24:40
Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 25 af 38 umferðum eru afstaðnar. Liverpool missteig sig í miðri síðustu viku með jafntefli við Everton og þá vann liðið nauman 2-1 sigur á Wolves um helgina. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lék undir stjórn Wenger hjá félaginu.Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images Arsenal hefur verið á fínu skriði. Liðið hefur unnið síðustu þrjá, sjö af síðustu níu og ekki tapað síðan í nóvember. Wenger, sem stýrði frá 1996 til 2018 og vann ensku úrvalsdeildina þrisvar með Lundúnaliðinu, segir Liverpool vera töluvert líklegri eins og sakir standa. „Þetta er einfalt. Þeir [Liverpool] þurfa að tapa leikjum. En eftir 25 leiki hefur Liverpool aðeins tapað einum. Þeir þurfa að tapa þremur, að minnsta kosti, í næstu 13 leikjum. Vegna þess er þetta ólíklegt sem stendur,“ segir Wenger sem kveðst biðja til æðri máttarvalda, fyrrum félags síns vegna. “I pray, I pray...
47905A4C24AC22F4A4FDC5B246127DD255E05291B1B1B2D120A843A067F426A5_1600x900.jpg
Islândia, Visir, Islandês
2025-02-17 01:56:11
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, greindi frá því í síðustu viku að hún sé með í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir, meðal annars fyrir menn sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Eins er vinna í gangi til að efla geðheilbrigðisþjónustu innan veggja fangelsisins.  Formaður Fangavarðafélagsins segir stöðuna grafalvarlega og grípa þurfi hratt til aðgerða.  „Við erum náttúrulega bara uggandi yfir stöðunni því að hjá okkur eru þónokkrir einstaklingar sem hafa að okkar mati ekkert erindi inn í fangelsiskerfið. Ættu í raun að vera vistaðir inni á annarri stofnun en í fangelsi því að það er hvorki þeim, samföngum þeirra né okkur til góðs að þeir séu þarna inni,“ segir Heiðar Smith, formaður Fangavarðafélags Íslands Oft hafi verið fátt um svör þegar leitað hafi verið með veika menn á geðdeild og eins hafi í sumum tilvikum verið gerð krafa um að þeim...
plugins premium WordPress
Translate »